Þrír fluttir með þyrlunni til Reykjavíkur

Á fimmta tug háskólanema var um borð í rútunni og …
Á fimmta tug háskólanema var um borð í rútunni og hafa allir verið fluttir á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi og í fjöldahjálparstöð Rauða krossins. mbl.is/Jón Sigurðsson

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá til Reykjavíkur eftir slys þar sem rúta valt út af veginum skammt frá bænum Öxl sunnan við Blönduós á sjötta tímanum í dag.

Þetta staðfestir Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra og forsvarsmaður samhæfingarstöðvarinnar í Skógarhlíð, í samtali við mbl.is. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu alvarleg meiðslin eru.

Á fimmta tug háskólanema var um borð í rútunni og hafa allir verið fluttir á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi og í fjöldahjálparstöð Rauða krossins, þar sem fram fer bráðaflokkun. Samkvæmt Hjálmari er sitthvað um beinbrot og skrámur, en aðallega er um að ræða svokölluð háorkumeiðsli, sem að sögn Hjálmars tengjast áfallinu sem fólk verður fyrir við atvik sem þessi.

Þyrla Landhelgisgæslunnar við Landspítalann í Fossvogi í kvöld.
Þyrla Landhelgisgæslunnar við Landspítalann í Fossvogi í kvöld. mbl.is/Jón Pétur

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort háskólanemarnir verði á Blönduósi í nótt eða hvort þeir verði fluttir til Akureyrar, Reykjavíkur eða jafnvel á Sauðárkrók. Það ræðst af veðri og vindum og hvar fari best um fólkið, að sögn Hjálmars.

Þyrlan lenti við Landspítalann í Fossvogi á níunda tímanum.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Slysið varð á Norðurlandsvegi skammt frá bænum Öxl sunnan við …
Slysið varð á Norðurlandsvegi skammt frá bænum Öxl sunnan við Blönduós. Kort/mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert