Vesturlandsvegur opinn á ný – Tveir á gjörgæslu

Búið er að opna Vesturlandsveg um Kollafjörð fyrir umferð að …
Búið er að opna Vesturlandsveg um Kollafjörð fyrir umferð að nýju, en þar losnaði gámur af vöruflutningabifreið og lenti á tveimur bílum, að sögn lögreglu. Hér er unnið að því að koma gáminum af veginum. mbl.is/Eggert

Búið er að opna fyrir umferð um Vesturlandsveg í báðar áttir, eftir umferðarslysið sem varð í Kollafirði fyrir hádegi í dag. Tveir voru fluttir á slysadeild og eru nú á gjörgæslu.

Val­g­arður Val­g­arðsson, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, segir í sam­tali við mbl.is að svo virðist sem stór tómur ruslagámur hafi losnað af vöru­flutn­inga­bif­reið sem var á leið í norðurátt og lent á tveim­ur bíl­um, öðrum vörubíl og lítilli fólksflutningabifreið, sem komu úr gagnstæðri átt.

Hann segir að ökumenn þeirra tveggja bifreiða sem gámurinn lenti á séu báðir á gjörgæslu, annar með alvarlega höfuðáverka en hinn með annars konar áverka, ekki jafn alvarlega.

Ekki liggur fyrir hvað olli því að gámurinn losnaði af vöruflutningabifreiðinni, en Valgarður segir að það verði rannsakað. Mögulega hafi vindurinn svipt gámnum af stað þegar vörubílarnir tveir mættust, en hvasst hefur verið í Kollafirði í dag.

Ekki liggur fyrir hvað olli því að gámurinn losnaði af …
Ekki liggur fyrir hvað olli því að gámurinn losnaði af vöruflutningabifreiðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um það bil tvo klukkutíma tók að hreinsa veginn, en það var gert í leiðindaveðri og höfðu langar bílaraðir myndast á Vesturlandsvegi beggja vegna við slysstað.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við því að búist er við sterkum vindhviðum á Kjalarnesi allt fram undir kvöld, en vindhviður hafa slegið vel yfir 30 m/s eftir hádegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert