Engin gullöld uppi

Davíð Óskar Ólafsson
Davíð Óskar Ólafsson mbl.is/RAX

„Auðvitað viljum við frekar leggja upp seríu og sækja svo ráðstöfunarféð í stað þess að laga seríu að ráðstöfunarfénu,“ segir Davíð Óskar Ólafsson hjá Mystery Productions í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins, en hann er einn framleiðenda og leikstjóra sjónvarpsþáttanna Brots.

„Þýskaland og Frakkland eru stærstu markaðirnir en eðli málsins samkvæmt kaupa þau lönd ekki margar íslenskar seríur á ári. Þess vegna þarf að leita annað og það gengur alltaf betur og betur.

Netflix fjármagnar til dæmis 40% af Broti og ný sería Baltasars Kormáks, Katla, verður að óbreyttu fyrsta íslenska serían sem Netflix fjármagnar að fullu. Það þýðir samt ekki að einhver gullöld sé runnin upp varðandi fjármögnun á íslensku sjónvarpsefni erlendis. Þetta er enn hark. Og verður. Möguleikarnir eru hins vegar orðnir fleiri en áður. Það hefur breyst. Annars má þetta auðvitað ekki verða of auðvelt; er það ekki eðli okkar Íslendinga að vilja hafa fyrir hlutunum?“ segir Davíð Óskar í samtalinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »