„Þetta er fyrir strákana“

Dagur Steinn, sem umkringdur er íslenskum stuðningsmönnum, kveðst trúa á …
Dagur Steinn, sem umkringdur er íslenskum stuðningsmönnum, kveðst trúa á sigur strákanna í kvöld. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta er fyrir strákana,“ segir Dagur Steinn Elfu Ómarsson, harðasti stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, í samtali við mbl.is um nýtt stuðningslag sem hann hefur gefið út ásamt félögum sínum vegna EM í handbolta, en Ísland mætir Dönum í kvöld í fyrsta leik þeirra á mótinu.

Dagur Steinn, sem staddur er í Malmö, segir stemminguna mjög góða og spáir 28 – 20 Íslandi í vil í leiknum í kvöld. Hann hyggst sækja alla leiki Íslands í riðlinum og kveðst sannfærður um að liðið komist upp úr honum og jafnvel sigri á mótinu. „Við trúum á sigur.“

Spurður hvað hafi hvatt hann til þess að gefa út nýtt lag svarar Dagur Steinn að um sé að ræða annað lagið sem hann gefur út og að vantað hafi fleiri lög fyrir handboltaliðið enda nóg til fyrir knattspyrnuna. Þá hvetur Dagur Steinn þjóðina til þess að „standa upp“ fyrir liðinu eins og segir í laginu. „Strákarnir eru búnir að gefa okkur og nú verðum við að gefa þeim.“


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert