Undirbúa kaup á fjölda vararafstöðva

Sumir bændur gátu ekki mjólkað kýrnar sínar í marga daga.
Sumir bændur gátu ekki mjólkað kýrnar sínar í marga daga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á sjötta tug bænda hefur sýnt áhuga á að taka þátt í samningum Búnaðarsambands Eyjafjarðar um kaup á vararafstöðvum. Eru þetta mest bændur í Eyjafirði og annars staðar á Norðurlandi en einnig einstaka bændur annars staðar.

Hugmyndin að samkaupum á vararafstöðvum kom upp hjá Búnaðarsambandinu eftir veðurhaminn í desember sem hafði í för með sér langvarandi rafmagnsleysi á fjölda bæja með tilheyrandi óþægindum fyrir fólkið og tilfinnanlegu afurðatjóni á kúabúum.

Sigurgeir B. Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambandsins, segir að afhending rafmagns sé misörugg eftir svæðum. Víða hafi verið stöðugt rafmagn í áratugi, aðeins komið straumleysi í stuttan tíma og því hafi menn talið sig nokkuð örugga.

Nú segi margir að þeir ætli ekki að lenda í þessum hremmingum aftur og kaupa vararafstöðvar, jafnvel þótt þeir þurfi ekki að nota þær í 20 ár. Sigurgeir segir að rafmagnsleysi geti orðið af öðrum ástæðum en óveðri. Segist sjálfur líta þannig á að alveg eins geti komið til straumleysis vegna afleiðinga eldgosa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert