Burðarvirki suðurhliðar endurnýjað

Viðgerðirnar eru liður í stöðugri endurnýjun á kirkjunni.
Viðgerðirnar eru liður í stöðugri endurnýjun á kirkjunni. mbl.is/RAX

Viðgerðir standa yfir á suðurhlið Hallgrímskirkju. Til stendur að brjóta ysta lag múrhúðarinnar utan af hliðinni, endurnýja burðarvirki og steypa að nýju.

Viðgerðirnar eru liður í stöðugri endurnýjun á kirkjunni, að sögn Sigurðar Árna Þórðarsonar sóknarprests.

„Það hefur komið í ljós að upprunalega steypan var lélegri en hún hefði átt að vera,“ segir Sigurður og bætir við að miklar rakaskemmdir hafi því verið í kirkjunni. Kostnaður við framkvæmdirnar nú hleypur á tugum milljóna, en Sigurður segir að langtímaverkefnið kosti hundruð milljóna. Í fyrra var til að mynda gert við neðri hluta kórsins og í leiðinni skipt um glugga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert