Flugvirkjar samþykkja kjarasamning

Félagsmenn í Flugvirkjafélagi Íslands (FVFÍ) hafa samþykkt nýjan kjarasamning á milli félagsins og flugfélagsins Icelandair ehf.

Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til Kauphallarinnar. Kjarasamningurinn gildir til 31. desember 2020.

mbl.is