Verða að fylgja eftir sigrinum á Dönum

Kári Kristján Kristjánsson að skora gegn Dönum í gær.
Kári Kristján Kristjánsson að skora gegn Dönum í gær. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Íslenska karlalandsliðið leikur í dag gegn Rússum á Evrópumeistaramótinu í handbolta, er nú fer fram í Svíþjóð.

Þetta er annar leikur liðsins á mótinu, en það vann frækinn sigur á Dönum í mögnuðum leik á laugardaginn, 31:30.

Ljóst er þó að sá sigur mun ekki skila neinu nema liðið haldi uppteknum hætti í dag gegn Rússum, en landslið þeirra hefur verið að spyrna sér frá botninum eftir mögur ár að undanförnu. Þá hafa strákarnir okkar byrjað vel á síðustu tveimur EM-mótum en ekki náð að láta kné fylgja kviði, að því er fram kemur í  umfjöllun um frammistöðuna á EM í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »