Gæsluvarðhald yfir stórfelldum smyglurum framlengt

Mennirnir komu til Íslands með Norrænu í fyrrasumar á sömu …
Mennirnir komu til Íslands með Norrænu í fyrrasumar á sömu skilríkjum og nú og á sama bíl og fíkniefnin voru falin í þegar þeir voru stöðvaðir. mbl.is/Þorgeir

Gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem handteknir voru við komu Norrænu til Seyðisfjarðar 1. ágúst í fyrra var í dag framlengt um fjórar vikur. Mennirnir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl.

Fram kemur á vef RÚV að framhaldi aðalmeðferðar málsins hafi verið frestað í morgun fram á fimmtudag en vitni komust ekki frá Egilsstöðum vegna veðurs.

Mennirnir sem eru frá Rúmeníu og Þýskalandi eru ákærðir fyrir að hafa smyglað tæp­um 38 kíló­um af am­feta­míni og fimm kíló­um af kókaíni til lands­ins frá Þýskalandi. 

Í ákær­unni seg­ir að fíkni­efn­in sem um ræðir voru sterk, þannig var am­feta­mínið 70 pró­sent að meðalstyrk­leika og kókaínið tæp 82 pró­sent. Um er að ræða eitt mesta magn fíkni­efna sem yf­ir­völd hér landi hafa lagt hald á í einu lagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert