Heldur upplýsingum um legsteina til haga

Verkfræðingurinn Rakel Bára Þorvaldsdóttir safnar ljósmyndum af legsteinum og birtir …
Verkfræðingurinn Rakel Bára Þorvaldsdóttir safnar ljósmyndum af legsteinum og birtir þær á vef sínum ásamt frekari upplýsingum. Ljósmynd/Aðsend

Verkfræðingurinn Rakel Bára Þorvaldsdóttir safnar ljósmyndum af legsteinum og birtir þær á vef sínum (legstadaleit.com) ásamt frekari upplýsingum. „Ég er komin með yfir 4.500 myndir af legsteinum,“ segir hún.

Rakel byrjaði markvisst að skrá ættfræðiupplýsingar 2001, en hún hefur búið í Danmörku undanfarin nær tuttugu ár. Hún segir að draumurinn hafi lengi verið að koma upp svona heimasíðu og hafi síðan orðið að veruleika fyrir um fimm árum. Hún hafi auglýst eftir myndum af legsteinum hjá hópnum „Íslensk ættfræði“ sem hún stofnaði á fésbókinni. „Ég fékk góð viðbrögð og til dæmis hefur Trausti Traustason verið ómetanlegur. Hann hefur meðal annars ljósmyndað flesta legsteina í kirkjugörðum í Eyjafirði og víðar.“ Hún segir að fólk á ferðalagi hafi líka oft munað eftir henni. Rakel bætir við að hún byrji oft á því að skrá upplýsingar um jarðsett fólk í kirkjugörðum í þeirri von að fólk taki eftir því og sendi mynd af viðkomandi legsteini.

Þjóðskjalasafnið hefur verið Rakel innan handar með aðgang að kirkjubókum. Hún notfærir sér einnig upplýsingar á erlendri upplýsingasíðu (findagrave.com) og á vef Kirkjugarðasambands Íslands (gardur.is). „Ég legg líka mikið upp úr því að fá myndir af fólkinu sem ég hef skráð.“

Nánar er fjallað um þetta mál á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »