Óveður áfram um land allt

Vetrarlegt er í Reykjavík eins og alls staðar á landinu.
Vetrarlegt er í Reykjavík eins og alls staðar á landinu. Ljósmynd/Sigurður Unnar R.

Gul viðvörun verður í gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag og eru foreldrar og forráðamenn barna yngri en 12 ára beðnir að fylgja þeim í skólann þar sem búist er við því að veðrið verði slæmt.

Ekkert lát er á óveðrinu sem gengið hefur yfir landið undanfarnar vikur. Síðdegis í gær og í gærkvöldi var Hellisheiði, Þrengslum, Mosfellsheiði, Holtavörðuheiði, Vatnsskarði, Þverárfjalli, Bröttubrekku, Lyngdalsheiði, Öxnadalsheiði og fleiri vegum lokað vegna ófærðar. Þá var veginum um Ólafsfjarðarmúla lokað vegna snjóflóðahættu. Fólk er beðið að fylgjast vel með fréttum af færð og veðri áður en það heldur í ferðalög og út í umferðina.

Í gær var óvissustigi vegna snjóflóða lýst yfir á Ísafirði og síðdegis voru nokkur hús undir Seljalandshlíð rýmd. Víðar á norðanverðum Vestfjörðum var í gærkvöldi talin hætta á snjóflóðum sem gætu orðið nokkuð stór.

Landhelgisgæslan vekur athygli á því að veðurspár gera ráð fyrir að mjög djúp lægð verði í dag og miðvikudag skammt undan Austurlandi og lágur loftþrýstingur hennar geti mögulega haft talsverð áhrif á sjávarstöðu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »