Hyggst kalla ráðuneytið og Isavia fyrir þingnefnd

Bergþór Ólason.
Bergþór Ólason. mbl.is/​Hari

Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, Bergþór Ólason, segir ástæðu til þess að kalla fyrir þingnefndina fulltrúa Isavia og sveitarstjórnar- og samgönguráðuneytisins til þess að fá það á hreint hver beri ábyrgð á því að viðhaldsstig flugvalla sem skilgreindir eru sem lendingarstaðir sé með þeim hætti að hægt sé að nýta þá.

Málið má rekja til umræðu sem varð um helgina í kjölfar slyss skammt frá Blönduósi þegar flytja þurfti þrjá með þyrlu frá Blönduósflugvelli. Sætti Isavia harðri gagnrýni vegna ástands flugvallarins, en Isavia vísaði á sveitarstjórnar- og samgönguráðuneytið. Haft var eftir Ingveldi Sæmundsdóttir, aðstoðarmann Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra, í Morgunblaðinu í gær að ráðuneytið gæti ekki haft skoðun á einstökum þáttum á einstökum flugvöllum þar sem flugvellirnir væru í umsjón Isavia, sem bæri að tryggja að þeir væru í nothæfu ástandi.

„Eina svarið við þessu er að fá báða aðila fyrir umhverfis- og samgöngunefnd og fá botn í það hvar vandinn liggur. Það blasir við að pólitíska ábyrgðin liggur hjá samgönguráðherra,“ segir Bergþór og vísar til þjónustusamnings ráðuneytisins við Isavia. „Ef ráðuneytið vill meina að það sé engin pólitísk sýn í þeim þjónustusamningi heldur bara endurómuð greining Isavia þá verður ráðuneytið samt sem áður að bera ábyrgðina,“ segir Bergþór í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert