Skólahald fellur niður

mbl.is/Jakob Fannar Sigurðsson

Allt skólahald við Klébergsskóla á Kjalarnesi fellur niður í dag. Um er að ræða bæði grunn- og leikskóla. Mælst er til þess að foreldrar fylgi börnum yngri en 12 ára til skóla í Reykjavík í dag. Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni fer vindur yfir 45 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi.

Afar hvasst er á Kjalarnesi og hefur skólahald verið fellt …
Afar hvasst er á Kjalarnesi og hefur skólahald verið fellt niður. Eins keyrir strætó ekki þangað. Skjáskot af vef Vegagerðarinnar

Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að nánast allar ferðir Strætó á landsbyggðinni liggi niðri en ekið er á Suðurnesin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert