Snjóflóð féll á veginn á milli Ísafjarðar og Hnífsdals

mbl.is/Styrmir Kári

Vegurinn á milli Ísafjarðar og Hnífsdals verður lokaður í kvöld og í nótt vegna snjóflóðs sem féll á veginn úr Eyrarhlíð nú fyrir skömmu að sögn lögreglunnar.

Ökumaður rútu lét lögregluna vita af snjóflóðinu að sögn hennar. Hann var einn í bifreiðinni og varð ekki meint af.

Gert er ráð fyrir að bifreiðum verði hleypt í hollum eftir veginum fram á kvöld áður en veginum verður lokað.

mbl.is