Strætó endaði í Tjörninni

Strætóinn sem fauk út af veginum.
Strætóinn sem fauk út af veginum. Ljósmynd/Aðsend

Strætisvagn á leið 12 endaði hálfur ofan í Tjörninni í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Bílstjórinn þurfti að fara út um gluggann bílstjóramegin. 

Bílstjórinn var einn á ferð og ætlaði að skila vagninum þegar óhappið varð á Skothúsvegi rétt áður en hann kom að brúnni yfir Tjörnina. „Hann lýsir því þannig að hann fær á sig hviðu. Það er hált og hann missir stjórnina og lendir ofan í,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó.

Bílstjórinn slapp ómeiddur en var að vonum brugðið. Verið er að skoða hversu mikið tjón varð á strætisvagninum.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is