Ástand á fólki gott miðað við aðstæður

Þór var rétt ókominn á Bolungarvík þegar mbl.is heyrði í …
Þór var rétt ókominn á Bolungarvík þegar mbl.is heyrði í Auði. Kort/mbl.is

„Það er uggur í fólki, eðlilega, en miðað við aðstæður er ástandið nokkuð gott,“ segir Auður Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur í samtali við mbl.is. Hún er hluti áfallateymis Rauða krossins og er um borð í varðskipinu Þór á leið til Flateyrar.

„Það er fólk búið að vera þarna í alla nótt og við komum í rauninni og tökum við af þeim. Það verður sett upp fjöldahjálparstöð í grunnskólanum, reikna ég með, og svo vinnum við okkur út frá því.“

Varðskipið er á leið til Bolungarvíkur þar sem fleiri úr áfallateymi Rauða krossins verða sóttir. Auður segir að ráðgert sé að Þór verði kominn til Flateyrar um hádegi. „Þá verður öllum íbúum boðið upp á áfallahjálp.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert