Kveikti í fatnaði sínum við lögreglustöðina

Maður í annarlegu ástandi var handtekinn í anddyri lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu skömmu eftir miðnætti í nótt þar sem hann var búinn að kveikja í fatnaði sínum við útidyrnar. 

Maðurinn var einnig búinn að læsa útihurðinni innan frá, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var tekinn í tök og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

mbl.is