Óveðrið tefur heimför nýja Magna

Nýi Magni á siglingu.
Nýi Magni á siglingu.

Hin tíðu óveður við landið hafa haft ýmsar afleiðingar. Þar á meðal hefur heimkomu hins nýja dráttarbáts Magna verið frestað og bíður hann af sér veðrið í Rotterdam í Hollandi.

Hinn nýi dráttarbátur var smíðaður í Víetnam. Magni lagði af stað til Íslands 19. október og kom til Rotterdam tveimur mánuðum seinna, eða 18. desember. Hann hafði þá lagt að baki tæplega 10.000 sjómílna siglingu. Gekk siglingin vel að öllu leyti.

Áætlað var að Magni myndi leggja í hann til Íslands strax eftir áramótin og yrði þá í Reykjavík fyrir miðjan janúar.

Af því hefur ekki getað orðið vegna ótíðarinnar, að sögn Gísla Jóhanns Hallssonar, yfirhafnsögumanns Faxaflóahafna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert