Telja fordæmalausri fjölgun ekki mætt

Reykjanesbær. Suðurnesjamenn telja að ríkið þurfi að styrkja innviði þar.
Reykjanesbær. Suðurnesjamenn telja að ríkið þurfi að styrkja innviði þar. mbl.is/Sigurður Bogi

„Maður er óneitanlega orðinn pirraður. Við sitjum bara uppi með snjóbolta sem stækkar og stækkar,“ segir Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Aukinnar óþolinmæði gætir nú meðal sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum með það afskiptaleysi sem þeir telja sig mæta af hálfu ríkisvaldsins.

Íbúum á Suðurnesjum hefur fjölgað um 30,8% síðan 2013. Telja sveitarstjórnarmenn þar óhæft að fjárveitingar til innviða samfélagsins, til að mynda heilsugæslu, hafi ekki verið auknar í samræmi við þetta. Á sama tíma fái aðrir landshlutar hækkun framlaga þótt fólki þar fækki, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert