Þakklát fyrir að ekki fór ver

Hluti nemenda Lýðháskólans á Flateyri hefst nú við í kennsluhúsnæði …
Hluti nemenda Lýðháskólans á Flateyri hefst nú við í kennsluhúsnæði skólans. Mynd úr safni.

„Ég er búinn að vera í sambandi við mitt fólk fyrir vestan, starfsfólk skólans og það eru allir öruggir, allir heilir. Það skiptir mestu,“ segir Runólfur Ágústsson, stjórnarformaður Lýðháskólans á Flateyri, í samtali við mbl.is.

Runólfur Ágústsson.
Runólfur Ágústsson.

Hann er sjálfur í Reykjavík en hefur heyrt í fólki á Flateyri í nótt. Hluti 27 nemenda skólans býr í smáhýsum á Flateyri og hafa þau verið rýmd eftir að flóðin féllu og nemendurnir komnir í öruggt skjól.

„Sá hluti nemenda sem býr í smáhýsunum hefst nú við í kennsluhúsnæði skólans í Samkomuhúsinu þar sem húsin hafa verið rýmd eftir áætlun. Hinn hluti nemendahópsins dvelst á heimili sínu í nýjum nemendagörðum sem skólinn rekur í miðju þorpsins,“ sagði Runólfur á Facebook í nótt og bætti við að stjórn skólans og starfsfólk þakki af öllu hjarta fyrir að ekki fór ver.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert