Unglingsstúlku bjargað á Flateyri

Tvö snjóflóð féllu á Flateyri á tólfta tímanum í kvöld.
Tvö snjóflóð féllu á Flateyri á tólfta tímanum í kvöld. Kort/Map.is

Unglingsstúlku var bjargað úr öðru snjóflóðanna sem féll á Flateyri í kvöld, en hún var grafin upp af björgunarsveitarmönnum. Stúlkan er heil á húfi, ekki alvarlega slösuð. Hún var í húsi í bænum sem varð fyrir öðru snjóflóðanna, því síðara sem féll á tólfta tímanum í kvöld. RÚV greindi fyrst frá þessu.

Íbúar á Flateyri hafa verið beðnir um að halda kyrru fyrir á heimilum sínum.

mbl.is