Varnargarðanir hafi sannað gildi sitt

Ómar bendir á, að farið hafi verið að huga fyrir …
Ómar bendir á, að farið hafi verið að huga fyrir alvöru að snjóflóðavörnum eftir flóðin stóru vestra 1994 og 1995, sem voru alls fimm. Myndin er tekin í Súðavík fyrir aldarfjórðungi. mbl.is/RAX

„Snjóflóðavarnargarðar sönnuðu gildi sitt á Flateyri í kvöld með því að bægja stóru snjóflóði frá byggðinni. Hins vegar var það happ, að enginn var á ferli þar sem flóðið fór í sjó fram.“ Þetta skrifar Ómar Ragnarsson fjölmiðlamaður á bloggsíðu sína í nótt.  

Hann segir brýnt að klára snjóflóðavarnir á landinu sem fyrst. 

Hann bendir á, að farið hafi verið að huga fyrir alvöru að snjóflóðavörnum eftir flóðin stóru vestra 1994 og 1995, sem voru alls fimm. Alls fórust 37 manns í fjórum af fimm þessara snjóflóða. Hann segir enn fremur, að eftir snjóflóð í Bolungarvík 1996 hafi verulegur skriður komist á öryggismál á þessu sviði og hafi snjóflóðavarnir verið settar upp víða um land síðan.

Ómar Ragnarsson.
Ómar Ragnarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þegar varnarmannvirki virðast vera að sanna sig núna, verður þó að geta þess, að enn, eftir aldarfjórðung, er talsvert eftir ógert af fyrirhuguðum aðgerðum, og er ljóst að nú verður að ganga í það að klára þær sem fyrst,“ skrifar hann enn fremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert