Engin gigg hjá Geirmundi á næstunni

Geirmundur Valtýsson íi essinnu sínu.
Geirmundur Valtýsson íi essinnu sínu. mbl.is/Halldór Kolbeins

Tónlistarmaðurinn Geirmundur Valtýsson ökklabrotnaði um helgina og hefur því þurft að aflýsa skemmtunum í kvöld og á laugardagskvöld auk þess sem óvíst er með fyrirhugaða viðburði það sem eftir lifir mánaðar og í næsta mánuði.

„Ég er svo truflaður að ég ligg á sjúkrahúsinu norður á Akureyri,“ sagði Geirmundur, þegar slegið var á þráðinn til hans í gær. Óðveðrið að undanförnu hefur tekið sinn toll. Um helgina var svo komið að sex strengja hestagirðing á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð í Skagafirði var nánast á kafi í snjó og því ætlaði Geirmundur að bæta við tveimur gaddavírsstrengjum, svo hestarnir kæmust ekki út.

Stund gafst á milli stríða í hádeginu á sunnudaginn til þess að laga girðinguna og Geirmundur nýtti sér „svikalognið“. „Veðrið var fínt og sem ég ætlaði að ná í gaddavírshönk til þess að reyna að setja fyrir hrossin mín missti ég fótanna á leiðinni inn í braggann og skall á hnakkann. Ég hefði ekki orðið hissa ef ég hefði höfuðkúpubrotnað en skil ekki hvernig ég gat ökklabrotnað. Ég gekk með broddstaf í hægðum mínum, vissi vel af hálkunni, því hún er alls staðar, en sennilega hefur lítil snjóföl yfir ísnum villt mér sýn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »