Fjöldi skráðra snjóflóða við Flateyri

Snjóflóð féll úr Skollahvilft í mars 2013. Á myndinni sést …
Snjóflóð féll úr Skollahvilft í mars 2013. Á myndinni sést flóðið, Innra-Bæjargil vinstra megin og Skollahvilft hægra megin í fjallinu. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Heildarfjöldi flóða sem skráð eru á Flateyri í snjóflóðagagnasafn Veðurstofunnar er 272. Stærstu flóðin hafa fallið úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili í Eyrarfjalli ofan við byggðina eins og flóðin sem féllu á þriðjudagskvöld.

Fram kemur í snjóflóðasögu Flateyrar og Önundarfjarðar, sem Svanbjörg Helga Haraldsdóttir tók saman fyrir Veðurstofu Íslands árið 2002, að fjöllin ofan við norðanverðan Önundarfjörð séu fremur flöt, eins og algengt sé með fjöll á norðanverðum Vestfjörðum. Fjallsbrúnin er í um 660 metra hæð yfir sjó ofan við Flateyri.

Kort/mbl.is

Mesta hættan í aftakaveðrum af norðri

Mesta snjóflóðahætta á Vestfjörðum tengist aftakaveðrum af norðri þegar lægðir ganga norður fyrir land úr suðri eða austri. Lægðir þessar beina tiltölulega hlýju lofti að sunnan með mikilli úrkomu norður fyrir landið og valda mikilli snjósöfnun á upptakasvæðum margra snjóflóðafarvega á Vestfjörðum. Mikil snjósöfnun getur einnig átt sér stað í sömu farvegum í langvarandi norðaustanátt með mikilli ofankomu. Áköf úrkoma í suðaustanátt getur einnig valdið snjóflóðahættu í ákveðnum hlíðum sem vita mót norðri, segir í snjóflóðasögu Veðurstofunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »