Leggja nýjan veg að Seljalandsfossi

900 þúsund gestir heimsóttu Seljalandsfoss árið 2018.
900 þúsund gestir heimsóttu Seljalandsfoss árið 2018.

„Við fögnum þessum framkvæmdum enda auka þær til muna öryggi á gatnamótunum þar sem mörg slys hafa orðið,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra.

Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í gerð nýs vegar frá þjóðvegi 1 að Gljúfurá. Mikil umferð ferðamanna er alla daga ársins að Seljalandsfossi og Gljúfrabúa og mun nýr vegur bæta aðgengi að svæðinu. Byggja á átta metra breiðan veg nokkru vestar en núverandi vegur er. Skal verkinu ljúka 1. júlí í sumar. Opið er fyrir tilboð í verkið hjá Vegagerðinni til 28. janúar.

„Þessi nýi vegur gefur fossunum og svæðinu þar í kring meira vægi. Núverandi vegur verður að einhverju leyti nýttur til göngustíga,“ segir Anton Kári í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert