Stormur og mikil rigning á sunnudag

Sunnudagurinn verður blautur ef spár rætast.
Sunnudagurinn verður blautur ef spár rætast. Ljósmynd/Veðurstofan

Gul viðvörun verður í gildi á Austurlandi og Suðausturlandi á morgun, þar sem spár gera ráð fyrir norðvestanhvassviðri og snjókomu. Þá verður gul viðvörun í gildi um allt land á sunnudag vegna sunnanstorms en honum mun fylgja mikil úrkoma.

Fram kemur á vef Veðurstofunnar að viðvörun morgundagsins á austurhluta landsins taki gildi um miðjan daginn og gildi fram á laugardagsmorgun.

Þar má búast við hvössum vindstrengjum við fjöll, 30 til 35 m/s. Umferð getur verið varasöm fyrir ökutæki, einkum þau sem taka á sig mikinn vind.

Á sunnudag er gert ráð fyrir mikilli rigningu sunnan- og vestanlands og að hitastig fari ört hækkandi. 

Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert