Unnið að opnun Vestfjarðavegar

Vetrarfærð er víðast hvar á Vestfjörðum.
Vetrarfærð er víðast hvar á Vestfjörðum. Kort/Vegagerðin

Vetrarfærð er víðast hvar á Vestfjörðum. Unnið er að opnun Vestfjarðavegar við norðanverðan Breiðafjörð og yfir Klettsháls, sem og Djúpavegar um Steingrímsfjarðarheiði og Þröskulda. Flughált er á Innstrandavegi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Flateyrarvegur er lokaður vegna snjóflóðahættu. Ástandið verður skoðað í birtingu.

Á Norðurlandi er vetrarfærð á flestum leiðum og ófært um Víkurskarð. Á Vesturlandi er einnig vetrarfærð, flughált í Álftafirði en ófært á Laxárdalsheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert