18 milljóna króna sekt fyrir skattabrot

Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag.
Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. mbl.is/Þorsteinn

Landsréttur dæmdi í dag karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Auk þess var maðurinn dæmdur til að greiða 18 milljónir króna í sekt.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt manninn í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til 49 milljóna sektagreiðslu. Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar í samræmi við yfirlýsingu mannsins um áfrýjun.

Maðurinn var ákærður í september 2018 fyrir meiri hátt­ar brot gegn skatta­lög­um sem fram­kvæmda­stjóri Íslensku umboðssöl­unn­ar...“ með því að hafa ekki staðið rík­is­sjóði skil á staðgreiðslu op­in­berra gjalda sem haldið var eft­ir af laun­um starfs­manna hluta­fé­lags­ins vegna greiðslu­tíma­bil­anna sept­em­ber, októ­ber, nóv­em­ber og des­em­ber rekstr­ar­árið 2015, fe­brú­ar til og með des­em­ber rekstr­ar­árið 2016 og janú­ar rekstr­ar­árið 2017, sam­tals að fjár­hæð 24.669.819 krón­ur.

Samkvæmt gögnum málsins var Íslenska umboðssalan hf. úrskurðuð gjaldþrota 22. febrúar 2017.

Maðurinn krafðist sýknu og sagði að þegar efnahagshrunið skall á Íslandið á árinu 2008 hefði Íslenska umboðssalan hf. lent í miklum rekstrarerfiðleikum vegna gengistryggðra lána sem hækkuðu gríðarlega vegna gengisbreytinga.

Fram kemur að framangreindum fjárhæðum var haldið eft­ir af launa­greiðslum til starfs­manna en þeim ekki skilað til inn­heimtu­manns. Á þessu bar maður­inn ábyrgð sem fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins.

Maðurinn er því dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Auk þess er honum gert að greiða 18 milljóna króna sekt innan fjögurra vikna frá dómsuppsögu en sæti ella fangelsi í 240 daga.

mbl.is