Bíll fór í sjóinn við Hafnarfjarðarhöfn

Kafarar að störfum í Hafnarfjarðarhöfn í kvöld.
Kafarar að störfum í Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bíll fór í sjóinn við Fornubúðir við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Þrír voru í bílnum. Lögregla, sjúkralið og slökkvilið voru kölluð út og samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er búið að ná þremenningunum úr bílnum.

Verið er að flytja fólkið á spítala til aðhlynningar en ekki fengust upplýsingar um líðan þess að svo stöddu. 

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru fimm kafarar frá séraðgerðadeild Landhelgisgæslunnar kallaðir út voru þeir enn á staðnum á ellefta tímanum.

Mjög alvarlegt slys varð í Hafnarfirði á tíunda tímanum í kvöld þegar bifreið fór fram af Óseyrarbryggju og hafnaði í sjónum. Tilkynning um slysið barst kl. 21.07 og fór fjölmennt lið viðbragðsaðila þegar á staðinn, en vinna á vettvangi stendur enn yfir,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.

Þar segir enn fremur að þeir sem voru í bílnum hafi verið fluttir á slysadeild og að frekari upplýsingar verði ekki veittar að svo stöddu.

mbl.is