Bylgjan frá flóðinu allt að sex metra há

Suðureyri. Geymsluhúsnæði á eyrinni var meðal þeirra mannvirkja sem urðu …
Suðureyri. Geymsluhúsnæði á eyrinni var meðal þeirra mannvirkja sem urðu fyrir barðinu á flóðbylgjunni á þriðjudagskvöld. mbl.is/RAX

Flóðbylgjan sem skall á Suðureyri kl. 23.06 þann 14. janúar gæti hafa verið um sex metra há, að mati Þorleifs Kristjáns Sigurvinssonar, hafnarvarðar á Suðureyri. Stórt snjóflóð fór niður í sjó utan við Norðureyri, gegnt Suðureyri, og olli flóðbylgjunni. Um 600 metrar eru frá Norðureyrarodda að hafnarmynninu.

„Það var háflóð þegar þetta gerðist,“ sagði Þorleifur. Fólk varð ekki vart við flóðbylgjuna fyrr en hún gekk upp á ystu og neðstu götuna í bænum enda myrkur og lítið skyggni. Ummerki sýndu að bylgjan fór yfir hafnargarðinn, sem er allt að þriggja metra hár þegar er háflóð.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Þorleifur að líklega hafi megnið af flóðbylgjunni farið út fjörðinn. „Það kom ekkert svakalegt inn í höfnina sjálfa. Það slitnaði festing á flotbryggju sem var bátalaus. Á einum báti slitnuðu tveir endar af fjórum en tveir héldu. Engir bátar skemmdust.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »