Fjöldahjálparstöð opnuð fyrir þá sem komu að slysinu

Frá slysstað í dag.
Frá slysstað í dag. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri og mun þar sinna 17 farþegum úr rútu sem komu að slysi þegar jeppi og jepplingur rákust saman við Háöldu­kvísl á Skeiðar­ársandi, miðja vegu á milli Núpsstaðar og Skafta­fells, á öðrum tím­an­um í dag.

Fjórir eru alvarlega slasaðir eftir áreksturinn, þar af þrjú börn. Tveir eru minna slasaðir en alls voru níu í bílunum tveimur.

Börnin eru á aldr­in­um 5-10 ára. Fjórði sem slasaðist al­var­lega, full­orðinn ein­stak­ling­ur, sat fast­ur í öðrum bíln­um og beita þurfti klipp­um til að ná hon­um út.

Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því skömmu fyrir klukkan 18:30 í kvöld að vinnu á vettvangi væri að ljúka og verið væri að opna fyrir umferð um Suðurlandsveg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert