Flateyrarvegur opinn

Flateyrarvegur hefur verið mikið lokaður undanfarna daga vegna snjóflóðahættu.
Flateyrarvegur hefur verið mikið lokaður undanfarna daga vegna snjóflóðahættu. mbl.is/RAX

Ákveðið hefur verið að opna Flateyrarveg. Þannig eru allir vegir á milli þéttbýlisstaða á norðanverðum Vestfjörðum opnir.

Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Flateyrarvegur hefur verið mikið lokaður undanfarna daga vegna snjóflóðahættu. Minni háttar snjóflóð féll á Flateyrarveg í gær en að loknum ruðningum var honum haldið opnum undir eftirliti til kl. 22.

mbl.is