Fluttir í nýja slökkvistöð við Húsavíkurhöfn

Grímur Kárason slökkviliðsstjóri opnar inn í stöðina.
Grímur Kárason slökkviliðsstjóri opnar inn í stöðina. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson.

„Þetta er eins og að fara úr torfkofa í höll,“ segir Rúnar Traustason, varðstjóri hjá Slökkviliði Norðurþings. Slökkviliðið hefur nú flutt inn í nýja og sérhannaða slökkvistöð sem byggð var við Húsavíkurhöfn.

Slökkvistöðin hefur ekki verið tekin formlega í notkun enda enn unnið að lokafrágangi. „Við höfum nýtt þessa viku og þá síðustu til að koma okkur fyrir,“ segir Rúnar.

Húsið er rúmlega 1.000 fermetrar að stærð, með tækjageymslu og aðstöðu fyrir starfsmenn. Auk slökkviliðsmanna fá starfsmenn Húsavíkurhafnar aðstöðu í húsinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert