Leiðindaveður á öllu landinu um helgina

Það verður ekkert ferðaveður í flestum landshlutum frá frá laugardagskvöldi …
Það verður ekkert ferðaveður í flestum landshlutum frá frá laugardagskvöldi og fram á sunnudag. Ljósmynd/Veðurstofa Íslands

Appelsínugul viðvörun tekur gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi og miðhálendinu seint á laugardagskvöld. Spár gera ráð fyrir suðaustanstormi með rigningu eða mikilli slyddu og hlýnandi veðri.

Auk þess taka gular viðvaranir gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Austurlandi og Suðausturlandi annað kvöld. 

Þar er einnig spáð suðaustanhvassviðri með mikilli rigningu og hlýnandi veðri.

Búast má við auknum leysingum, einnig vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó.

Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar- og leysingavatns. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.

Auk þess er nauðsynlegt að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is