Myndaði snjóflóð falla vestan Flateyrar í gær

Flateyringar sem mbl.is ræddi við í dag sögðu að það …
Flateyringar sem mbl.is ræddi við í dag sögðu að það hefði verið ógnvænlegt að sjá kraftinn í flóðinu er það fór hjá. Ljósmynd/Kristín Pétursdóttir

Stórt snjóflóð féll í norðanverðum Önundarfirði í gær, nokkra kílómetra vestan við Flateyri. Kristín Pétursdóttir íbúi á Flateyri náði mynd af flóðinu er hún stóð í brú varðskipsins Þórs, sem er við höfn í bænum.

Er rýnt er í myndina má sjá hvernig hvítt snjókóf ryðst fram á hafflötinn fyrir miðri mynd.

Myndin er tekin úr brú varðskipsins Þórs.
Myndin er tekin úr brú varðskipsins Þórs. Ljósmynd/Kristín Pétursdóttir

Hún og fleiri Flateyringar sem mbl.is ræddi við í dag sögðu að það hefði verið ógnvænlegt að sjá kraftinn í flóðinu, er það rann niður hlíðina í gær og langt út á fjörðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert