Bílvelta á Reykjanesbraut

Bílveltan varð til móts við Vogaafleggjara.
Bílveltan varð til móts við Vogaafleggjara. Ljósmynd/Lögreglan

Lögregla og sjúkraflutningamenn voru kölluð að Reykjanesbraut til móts við Voga á Vatnsleysuströnd eftir að tilkynnt var um bílveltu þar á þriðja tímanum í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá Bruna­vörn­um Suður­nesja flutti sjúkrabíll úr Grindavík ökumann til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en ekki er talið að meiðsli hans séu alvarleg.

mbl.is