Hætt við vatnstjóni í hellidembu

Spáin er ekki góð fyrir nóttina og morgundaginn.
Spáin er ekki góð fyrir nóttina og morgundaginn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Spár gera ráð fyrir mikill rigningu eða slyddu um allt land í kvöld og á morgun en við slíkar aðstæður er hætt við vatnstjóni þegar leysingar- og regnvatn þarf að komast leiðar sinnar. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur fólk til að ganga úr skugga um að fráveitukerfi virki sem skyldi, hreinsa frá niðurföllum o.þ.h. til að forðast vatnstjón.

Einnig kemur fram á Facebook-síðu almannavarnadeildarinnar að flughálka geti myndast þegar blotnar á svelli eða þjöppuðum snjó.

Þegar einnig er hvass vindur geta aðstæður til aksturs verið mjög varasamar.

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að fólk ætti í lengstu lög að forðast ferðalög í nótt og fyrramálið, sérstaklega á langleiðum og yfir fjallvegi.

Veðurvefur mbl.is.

App­el­sínu­gul viðvör­un tek­ur gildi á Breiðafirði, Vest­fjörðum, Strönd­um og Norður­landi vestra, Norður­landi eystra og miðhá­lend­inu seint í kvöld og spár gera ráð fyr­ir suðaust­an­stormi með rign­ingu eða mik­illi slyddu og hlýn­andi veðri.

Auk þess taka gul­ar viðvar­an­ir gildi á höfuðborg­ar­svæðinu, Suður­landi og Faxa­flóa í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert