Harkalegt bílslys á Sandgerðisvegi

Lögregla og sjúkralið á vettvangi.
Lögregla og sjúkralið á vettvangi. Ljósmynd/Aðsend

Lögregla og sjúkralið voru kölluð að Sandgerðisvegi á Reykjanesi á þriðja tímanum í dag eftir harðan árekstur tveggja bíla sem komu úr gagnstæðri átt. Þrír voru í bílunum, og voru þeir allir fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi

Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja voru allar einingar slökkviliðsins sendar á vettvang. Herma heimildir mbl.is að beita hafi þurft klippum til að ná fólki út úr bíl. Lögreglan á Suðurnesjum lokaði í kjölfarið Sandgerðisvegi, og stendur til að hann verði lokaður í um tveggja tíma skeið, eða til rúmlega fimm.

Uppfært klukkan 17:18:

Búið er að opna Sandgerðisveg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert