Mega taka afganga af afgöngum

Plokkfiskur og rúgbrauð er stundum á föstudögum í mötuneyti Landgræðslunnar …
Plokkfiskur og rúgbrauð er stundum á föstudögum í mötuneyti Landgræðslunnar í Gunnarsholti. Engu á að henda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfsfólki Landgræðslunnar í Gunnarsholti er boðið að taka afganga af hádegismatnum á föstudögum með sér heim. Er þetta liður í átaki starfsfólks mötuneytisins til að draga úr matarsóun.

Therese Sundberg yfirmatráður segir að yfirmenn og starfsfólk hafi tekið þessari viðleitni vel. Aðeins hefur þó reynt á þetta einu sinni, á föstudaginn fyrir viku, og þá tók starfsfólk í mötuneytinu og einn annar starfsmaður stofnunarinnar samtals um eitt kíló af plokkfiski með sér heim og þurftu matráðarnir að henda öðru eins. „Þetta var fyrsta skiptið og ég á von á að meira verði tekið þegar fólk áttar sig betur á þessu,“ segir Therese í umfjöllun ujm  mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Afgangar á föstudögum

Hún segir að ekki sé miklum matarafgöngum fargað úr mötuneytinu. „Við nýtum allt hráefni eins vel og við getum. Eldum fjórum sinnum í viku og á föstudögum eru hitaðir upp afgangar. Þannig hefur þetta verið það eina og hálfa ár sem ég hef verið hér og lengur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert