Missti slípirokk og fékk djúpan skurð

Slysið varð um borð í bát og var hinn slasaði …
Slysið varð um borð í bát og var hinn slasaði fluttur í fyrstu höfn, sem var Keflavíkurhöfn. Mynd úr safni. Ljósmynd/Aðsend

Vinnuslys varð í vikunni um borð í bát þegar verið var að lagfæra leguhringi. Sá sem að því vann missti slípirokk með þeim afleiðingum að hann fékk djúpan skurð í fingur.

Hann var fluttur í fyrstu höfn, sem var Keflavíkurhöfn, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Við höfnina biðu hans sjúkraflutningamenn sem hlúðu að honum og fluttu hann síðan á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Þá handtók lögreglan á Suðurnesjum ökumann í vikunni, sem ók með aðra bifreið í dráttartaug á Reykjanesbraut, vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Sýnatökur á lögreglustöð sýndu jákvæðar niðurstöður á neyslu amfetamíns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert