Nefbrotinn eftir árás á Skólavörðustíg

mbl.is/Eggert

Tveir menn réðust á mann á Skólavörðustíg rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Fram kemur í dagbók lögreglu að talið sé að maðurinn hafi nefbrotnað en hann var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttökuna í Fossvogi. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn en vitað er hverjir þeir eru. 

Fyrr um kvöldið var maður handtekinn í Breiðholti grunaður um líkamsárás og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar máls. Ekki er vitað um meiðsl þess sem maðurinn réðst á. 

Klukkan 20 í gærkvöldi var maður í annarlegu ástandi handtekinn á Seltjarnarnesi, grunaður um húsbrot, og var hann færður í fangageymslu. 

Á öðrum tímanum í nótt var ölvaður maður handtekinn í miðbænum. Maðurinn er grunaður um brot á skilorði og var hann vistaður í fangageymslu. 

Þá var par stöðvar í Kópavogi um klukkan fimm í nótt. Bíllinn sem þau voru á reyndist vera stolinn og var parið handtekið grunað um nytjastuld bifreiðar, akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Voru þau vistuð í fangageymslu vegna rannsóknar máls. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert