Óvissustig vegna snjóflóðahættu

Tvö snjóflóð féllu á Flateyri og eitt í Súgandafirði í …
Tvö snjóflóð féllu á Flateyri og eitt í Súgandafirði í vikunni. Ekki er talin hætta á því að flóð falli á sömu stöðum. mbl.is/Hallur Már

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum en í kvöld hlýnar verulega og upp úr miðnætti fer að rigna, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.

Þar kemur fram að búast megi við því að snjóflóð geti fallið úr óhlaupnum farvegum vegna hitabreytingarinnar og þegar fari að rigna niður í snjóþekjuna. 

Ekki er talin hætta á flóðum þar sem snjóflóð féllu fyrr í vikunni.

mbl.is