Prestar nú ráðnir ótímabundið

Séra Arnaldur Bárðarson.
Séra Arnaldur Bárðarson.

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hefur staðfest ráðningu sr. Arnaldar Bárðarsonar í embætti sóknarprests í Eyrarbakkaprestakalli.

Umsóknarfrestur um Eyrarbakkaprestakall í Suðurprófastsdæmi rann út 18. desember og sótti einn um, sr. Arnaldur. Kjörnefnd kaus hann til starfans og mun hann taka við embættinu frá og með 1. febrúar næstkomandi.

Í samræmi við þær breytingar sem nú hafa orðið á starfsmannamálum þjóðkirkjunnar er sr. Arnaldur ráðinn ótímabundið í starfið með hefðbundnum uppsagnarfresti, segir í frétt á heimasíðu kirkjunnar. Eru sr. Arnaldur og Sigrún Óskarsdóttir fangaprestur þau fyrstu sem ráðin eru til starfa samkvæmt hinu nýja fyrirkomulagi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert