Ríkið ráðskast í fullkominni andstöðu

Hálendið stendur nærri hjarta Biskupstungnamanna. Horft af Haukadalsheiði að Jarlhettum, …
Hálendið stendur nærri hjarta Biskupstungnamanna. Horft af Haukadalsheiði að Jarlhettum, sem setja sterkan svip á landið og sjást víða frá. mbl.is/Sigurður Bogi

Hörð andstaða fólks í uppsveitum Árnessýslu við stofnun hálendisþjóðgarðs kom fram á opnum fundi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra sem haldinn var í félagsheimilinu Aratungu í Biskupstungum í fyrrakvöld.

Ráðherrann hefur kynnt drög að frumvarpi um þjóðgarðinn, sem ná mun yfir nærri þriðjung landsins og nánast öll svæði ofan við hálendisbrúnina sem teljast þjóðlendur.

Andstaða fólks á Suðurlandi við áform þessi felst meðal annars í því viðhorfi að þjóðgarður skerði verulega skipulagsvald og forræði sveitarfélaga innan landamæra sinna. Svæðisráð sem meðal annars vinnur stjórnunar- og verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn verði æðra sett sveitarstjórnum og skerði völd þeirra í mikilvægum málum.

Í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, margt í hugmyndum um hálendisþjóðgarð vera vanreifað. Tiltekur í því efni forræði skipulagsmála og að stopp verði sett á orkunýtingu og virkjanir innan þjóðgarðsmarka. Um síðarnefnda atriðið sé raunar skýr pólitískur ágreiningur. Sem sakir standa sé málið því í hnút.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert