26 vilja stýra nýjum landshlutasamtökum

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra eru ný lands­hluta­sam­tök …
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra eru ný lands­hluta­sam­tök sem verða til með samruna At­vinnuþró­un­ar­fé­lags Eyja­fjarðar, At­vinnuþró­un­ar­fé­lags Þing­ey­inga og Sam­bands sveit­ar­fé­laga í Eyjaf­irði og Þing­eyj­ar­sýsl­um. mbl.is/Sigurður Bogi

Tuttugu og sex sækjast eftir stöðu framkvæmdastjóra nýrra landshlutasamtaka á Norðurlandi eystra. Líkt og mbl.is greindi frá fyrir helgi var Al­bertína Friðbjörg Elías­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, meðal umsækjenda í fyrstu en hætti síðar við að sækj­ast eft­ir starf­inu og tók ákvörðun um að sitja á þingi út kjör­tíma­bilið hið minnsta. 

Samtökin fengu nýverið nafn: Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, en þau urðu til með samruna At­vinnuþró­un­ar­fé­lags Eyja­fjarðar, At­vinnuþró­un­ar­fé­lags Þing­ey­inga og Sam­bands sveit­ar­fé­laga í Eyjaf­irði og Þing­eyj­ar­sýsl­um. 

Hér má sjá lista yfir umsækjendurna 26, en þar má meðal annars finna forstjóra Fiskistofu, bílasala, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands og forstjóra Kaffi kú. 

 • Agnes Arnardottir verkefnastjóri 
 • Albertína Friðbjörg Elíasdóttir alþingismaður 
 • Arnar Páll Ágústsson 1. stýrimaður 
 • Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri 
 • Berglind Ólafsdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri 
 • Björn S. Lárusson verkefnastjóri 
 • Daníel Snær Sigfússon bílasali 
 • Eyþór Björnsson forstjóri  
 • Friðrik Bjarnason sérfræðingur 
 • Grzegorz Karweck starfsmannastjóri 
 • Gunnar Atli Fríðuson iðnaðarmaður 
 • Haukur Logi Jóhannsson, sjálfstætt starfandi og meistaranemi
 • Helga Hrönn Óladóttir framkvæmdastjóri 
 • Jón Hrói Finnsson stjórnsýslufræðingur 
 • Jón Ólafur Gestsson hagfræðingur 
 • Magnús Jónsson viðskiptafræðingur
 • Ólafur Kjartansson ráðgjafi 
 • Pétur Snæbjörnsson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi
 • Reinhard Reynisson framkvæmdastjóri 
 • Sesselja Ingibjörg Barðdal, forstjóri Kaffi Kú 
 • Sigmundur Einar Ófeigsson framkvæmdastjóri 
 • Silja Jóhannesdóttir verkefnastjóri 
 • Snæbjörn Sigurðarson, sjálfstætt starfandi verkefnastjóri
 • Tryggvi Rúnar Jónsson, sjálfstætt starfandi sérfræðingur 
 • Þórarinn Egill Sveinsson, verkefnastjóri og ráðgjafi 
 • Ögmundur Knútsson ráðgjafi
mbl.is