50 skjálftar frá því í gær

Eng­ar til­kynn­ing­ar hafa borist um að skjálft­arn­ir hafi fund­ist.
Eng­ar til­kynn­ing­ar hafa borist um að skjálft­arn­ir hafi fund­ist. Kort/Veðurstofa Íslands

Rúmlega 50 jarðskjálftar hafa mælst í jarðskjálftahrinu sem hófst klukkan 12:40 í gær um 70 kílómetra suðvestur af Reykjanestá.

Samkvæmt því sem kemur fram á vef Veðurstofu Íslands hafa tæplega 15 skjálftar yfir 3,0 að stærð mælst. Þrír eru yfir 4,0 að stærð og sá stærsti 4,5 að stærð.

Hrinunni lauk að mestu leyti í gærkvöldi en engar tilkynningar hafa borist um að skjálftarnir hafi fundist.

mbl.is