Alltaf með blýant á náttborðinu

Þórhildur Líndal, fyrrverandi umboðsmaður barna.
Þórhildur Líndal, fyrrverandi umboðsmaður barna. mbl.is/RAX

„Ég var vakin og sofin yfir þessu starfi; í orðsins fyllstu merkingu en var alltaf með blað og blýant á náttborðinu ef ske kynni að ég fengi góða hugmynd að næturlagi. Sumar voru góðar, aðrar síðri, eins og gengur.“

Þetta segir Þórhildur Líndal sem fyrst allra gegndi embætti umboðsmanns barna, frá 1995 til 2005, en aldarfjórðungur er nú frá því embættinu var komið á fót. Hún segir starfið hafi falið í sér stöðuga baráttu þessi tíu ár og vinna hafi þurft vel og skipulega alla daga. 

En allt var þetta ómaksins virði. „Þegar ég lít um öxl get ég ekki annað en verið stolt af þessum tíu árum. Það er óskaplega dýrmætt að sjá árangur erfiðisins. Að ekki hafi verið unnið til einskis. Réttarstaða barna batnaði umtalsvert á þessum árum og grunnur var lagður til framtíðar. Öll vinna fór fram á forsendum barnanna. Embætti umboðsmanns barna er löngu búið að sanna ágæti sitt. Nú er bara að hamra járnið. Þetta er eilíf barátta enda samfélagið í hraðri þróun og nýjar áskoranir stöðugt að mæta okkur. Sjálf er ég þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að sinna þessu starfi; ég hef komið víða við um dagana en ekkert annað starf stendur hug og hjarta mínu nær.“

Nánar er rætt við Þórhildi í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »