Fimm í fangageymslu eftir nóttina

Alls komu 72 mál inn á borð lögreglu frá klukkan …
Alls komu 72 mál inn á borð lögreglu frá klukkan 17 til klukkan sjö í morgun. mbl.is/Eggert

Nóttin var með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þó gista fimm fangageymslu lögreglu. Alls komu 72 mál inn á borð lögreglu frá klukkan 17 til klukkan sjö í morgun. 

Flest málin eru minniháttar og snúa að aðstoð við borgara vegna ölvunar, veikinda eða annars álíka, að því er segir í dagbók lögreglu. 

Þá voru átta ökumenn stöðvaðir í akstri vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna. 

mbl.is