Algjörlega óviðunandi

Við uppsetningu snjóflóðavarna. Aðeins um helmingur ofanflóðasjóðs hefur runnið í …
Við uppsetningu snjóflóðavarna. Aðeins um helmingur ofanflóðasjóðs hefur runnið í varnir.

Innheimt gjald í ofanflóðasjóð á tímabilinu 1998-2019 á verðlagi í desember 2019 nemur alls um 43,4 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum frá umhverfisráðuneytinu. Um 22 milljarðar hafa á þessum tíma farið í ofanflóðavarnir.

„Þetta hefur alveg legið fyrir. Þetta er algjörlega óviðunandi,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Aldís bendir á að hún ásamt fjölmörgum sérfræðingum hafi skrifað undir áskorun til ríkisstjórnarinnar í fyrra til að vekja athygli á þessari staðreynd og hvetja ríkisstjórnina til að láta fjármuni renna í ofanflóðavarnir.

„Það er dapurlegt að það hafi ekki verið hlustað á þessa áskorun fyrr en núna þegar við verðum vitni að þessum atburðum sem hafa átt sér stað,“ segir Aldís. „Því miður er náttúran á Íslandi þess eðlis að við gleymum því stundum hversu hættuleg hún getur verið og þá er hætt við að við sofnum á verðinum og setjum ekki nægilega fjármuni í nauðsynleg verkefni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert