Eldur í húsnæði á Laugavegi

Slökkvilið á vettvangi í morgun.
Slökkvilið á vettvangi í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Tilkynnt var um eld í húsnæði við Laugaveg 73 skömmu fyrir klukkan níu í morgun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór á staðinn og hefur eldurinn þegar verið slökktur.

Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við mbl.is. Um var að ræða minniháttar eld og er nú unnið að frágangi á vettvangi.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is